Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2013 19:08 Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. Rannsóknarskip á vegum Orkustofnunar hefur í haust leitað ummerkja á Skjálfandaflóa um hvort þarna sé um olíugas að ræða, en myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld af rannsóknarborunum. Í umræðum um Drekasvæðið er stundum spurt: Hversvegna ekki að leita nær Íslandi? Sú leit er raunar þegar hafin. Skip frá fyrirtækinu Djúptækni, Kafari AK, hefur nú haust farið í tvo leiðangra á vegum Orkustofnunar til að afla borkjarna af hafsbotni á tuttugu stöðum í flóanum.Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson.Verkefnið fór af stað í framhaldi af þingsályktun Alþingis fyrir tveimur árum sem mælti fyrir um að fjármunir skyldu tryggðir til leitar að olíu og gasi undan Norðausturlandi. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar hjá Orkustofnun, stýrir rannsókninni. Þegar hann var spurður um hvort líkur væru á að finna þarna nýtanlegar kolvetnisauðlindir svaraði hann að þeir teldu mögulegt að finna þarna gas. Annars væru þeir ekki að þessum borunum. Forystumenn í Þingeyjarsýslum hafa lengi þrýst á slíkar rannsóknir, sérstaklega eftir að olíugas fannst í Öxarfirði fyrir aldarfjórðungi. Jón Grímsson, vélstjóri á Kópaskeri og bæjarfulltrúi í Norðurþingi, segir að þegar verið var að bora á söndunum í Öxarfirði eftir heitu vatni árið 1988 hafi komið í ljós það sem jarðfræðingar kalla olíugas. Slíkt gas komi hvergi upp nema þar sem olía sé undir.Þórarinn Sveinn býr borkjarnasýnin til sendingar til Noregs.Við rannsóknir vísindamanna hafa uppgötvast áhugaverð fyrirbæri á botninum. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að við kortlagningu á Skjálfandaflóa hafi komið í ljós grópir á botninum sem gas virtist streyma upp um. Sigríður Magnúsdóttir jarðfræðingur er búin að kortleggja um 900 holur á Skjálfanda og í Öxarfirði sem bera einkenni þekktra olíusvæða. Hún segir svona fyrirbæri þekkt í Norðursjó, við Noreg og Bretland. Þórarinn Sveinn Arnarson segir að næsta skref sé að senda borkjarnasýnin til greiningar í Noregi. Nánari rannsóknir þurfi til að hægt sé að kynna þetta fyrir olíufélögum og segir hann þetta mjög spennandi. Ítarlega verður fjallað um verkefnið í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, á mánudagskvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira