10 milljón Mazda bílar seldir í BNA Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 11:45 Hin heppna Laura með 10.000.000 Mazda bílinn. Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent