Sjálfvirk bensínáfylling Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 09:32 Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent
Ef til vill sætir furðu að ekki hafi fyrr verið boðið upp á sjálfvirka áfyllingu eldsneytis, en bíleigendur hafa hingað til þurft að fylla á bíla sína sjálfir eða fá þjónustu starfsmanna eldsneytisstöðvanna. Fyrirtækin Husky og Fuelmatics hafa nú í samstarfi framleitt sjálfvirka dælu sem þau sýndu um daginn í bandarísku borginni Atlanta. Vélmenni finnur fyrst bensínlokið og opnar það með sogskál. Kaupandinn velur á snertiskjá hvaða gerð eldsneytis skal keypt. Því næst setur búnaðurinn réttan stút í eldsneytislokið og hefur dælingu. Dæling eldsneytis með þessum búnaði tekur 30% minni tíma að sögn framleiðendanna. Framleiðendur þessa búnaðar hafa mikla trú á því að eldsneytisstöðvar framtíðarinnar verði svona búnar, en það gæti tekið dágóðan tíma að koma því til leiðar. Sjá má virkni sjálfvirka áfyllingarbúnaðarins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent