Viðskipti erlent

Skilnaður aldarinnar: McDonald's hættir með Heinz

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fyrirtækin hafa verið í viðskiptum í yfir 40 ár.
Fyrirtækin hafa verið í viðskiptum í yfir 40 ár. mynd/getty
Viðskiptasambandi hamborgarakeðjunnar McDonalds og tómatsósuframleiðandans Heinz er lokið. Keðjan hefur borið tómatsósuna á borð í meira en 40 ár.

Tómatsósunni verður kippt af borðum McDonald's innan skamms og segir talsmaður hamborgarakeðjunnar að skiptin yfir í aðra tómatsósutegund muni ekki hafa nein áhrif á gæði matarins.

Fyrirtækin hafa verið í viðskiptum í yfir 40 ár en vegna skipulagsbreytinga innanhúss hjá Heinz hefur McDonald's tekið þá ákvörðun að skipta yfir í aðra tegund tímabundið á meðan unnið verður að því að finna arftaka Heinz til frambúðar. Á dögunum tók Bernardo Hees, fyrrverandi forstjóri Burger King-keðjunnar, við forstjórastöðu hjá Heinz og lagðist það illa í yfirmenn hjá McDonalds, en Burger King er þeirra helsti keppinautur.

Reyndar hafa mörg útibú hamborgarakeðjunnar í Bandaríkjunum ekki boðið upp á Heinz í þó nokkurn tíma. Staðir utan Bandaríkjanna bjóða hins vegar enn upp á þessa vinsælu tómatsósu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×