Opel setur 12 heimsmet Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 11:30 Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent
Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent