Ford með methagnað í þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 08:45 Ford Focus ST Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent
Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent