Aflmikill, ódýr, léttur og sparneytinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 13:15 Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent