Benz tvöfaldar sölu S-Class Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 08:15 Mercedes Benz S-Class Mercedes Benz hefur tekið á móti 30.000 pöntunum eingöngu í Evrópu í nýja kynslóð hins stóra S-Class lúxusbíls á aðeins 3 mánuðum. Allt árið í fyrra seldust þar 65.000 slíkir bílar og hefur því eftirspurnin nær tvöfaldast. Því eru forsvarsmenn Mercedes Benz í Stuttgart í skýjunum, þar sem ákveðinnar hræðslu gætti við að markaðssetja svo dýran bíl á tímum erfiðrar bílasölu í álfunni. S-Class bíllinn kostar skildinginn, 72.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. S-Class bíll Mercedes Benz hefur ávallt selst ágætlega í Bandaríkjunum og er svo enn, þó svo Tesla Model S hafa vissulega klipið mjög af öðrum framleiðendum stórra lúxusbíla þar. Mercedes Benz seldi fleiri bíla í september en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður ef allar gerðir þess eru lagðar saman. Vóg þar mjög mikil sala í Asíu, þá helst í Kína og Japan. Kínamarkaður er Benz mjög mikilvægur þar sem næstum jafn margir Mercedes Benz bílar seljast þar og í Þýskalandi og örugglega stutt í að Kína fari framúr heimalandinu í sölu, líklega á næsta ári. Ekkert sérlega ljótur að innan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent
Mercedes Benz hefur tekið á móti 30.000 pöntunum eingöngu í Evrópu í nýja kynslóð hins stóra S-Class lúxusbíls á aðeins 3 mánuðum. Allt árið í fyrra seldust þar 65.000 slíkir bílar og hefur því eftirspurnin nær tvöfaldast. Því eru forsvarsmenn Mercedes Benz í Stuttgart í skýjunum, þar sem ákveðinnar hræðslu gætti við að markaðssetja svo dýran bíl á tímum erfiðrar bílasölu í álfunni. S-Class bíllinn kostar skildinginn, 72.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. S-Class bíll Mercedes Benz hefur ávallt selst ágætlega í Bandaríkjunum og er svo enn, þó svo Tesla Model S hafa vissulega klipið mjög af öðrum framleiðendum stórra lúxusbíla þar. Mercedes Benz seldi fleiri bíla í september en fyrirtækið hefur nokkurntíma gert áður ef allar gerðir þess eru lagðar saman. Vóg þar mjög mikil sala í Asíu, þá helst í Kína og Japan. Kínamarkaður er Benz mjög mikilvægur þar sem næstum jafn margir Mercedes Benz bílar seljast þar og í Þýskalandi og örugglega stutt í að Kína fari framúr heimalandinu í sölu, líklega á næsta ári. Ekkert sérlega ljótur að innan
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent