Hello Kitty Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2013 08:45 Hello Kitty Mitsubishi Mirage Frá Japan hafa komið öflugir og spennandi bílar eins og Nissan GT-R, Lexus LFA og Subaru WRX STI, en þar er þó meiri hefð fyrir smáum og afllitlum bílum sem höfða til fjöldans. Þó er ekki víst að þessi útgáfa Mitsubishi Mirage höfði til allra. Þessi bíll er Hello Kitty sérútgáfa hans sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann verður fremur ódýr og kostar í Japan sem nemur 1.450.000 krónum. Bíllinn er í sannkölluðum Hello Kitty lit og með Hello Kitty merki á nokkrum stöðum utan á bílnum. Innréttingin er í takt við ytri útlitið, með Hello Kitty mynstri í sætum og laus Hello Kitty púði fylgir. Þessi bíll er einungis ætlaður til sölu í heimalandinu Japan. Sætin eru með Hello Kitty mynstri. Hjólkopparnir eru að sjálfsögðu með Hello Kitty mynstri. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Frá Japan hafa komið öflugir og spennandi bílar eins og Nissan GT-R, Lexus LFA og Subaru WRX STI, en þar er þó meiri hefð fyrir smáum og afllitlum bílum sem höfða til fjöldans. Þó er ekki víst að þessi útgáfa Mitsubishi Mirage höfði til allra. Þessi bíll er Hello Kitty sérútgáfa hans sem aðeins verður framleiddur í 400 eintökum. Hann verður fremur ódýr og kostar í Japan sem nemur 1.450.000 krónum. Bíllinn er í sannkölluðum Hello Kitty lit og með Hello Kitty merki á nokkrum stöðum utan á bílnum. Innréttingin er í takt við ytri útlitið, með Hello Kitty mynstri í sætum og laus Hello Kitty púði fylgir. Þessi bíll er einungis ætlaður til sölu í heimalandinu Japan. Sætin eru með Hello Kitty mynstri. Hjólkopparnir eru að sjálfsögðu með Hello Kitty mynstri.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent