Viðskipti erlent

Lánshæfi Frakka lækkar

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur ákveðið að lækka lánshæfiseinkunn Frakklands, úr AA+ og í AA. Fyrirtækið segir að ástæða þessa sé sú að Frakkar stríði við mikið atvinnuleysi sem geri stjórnvöldum erfitt fyrir að innleiða aðgerðir sem ætlað var að rétta efnahagslífið af.

Frönsk yfirvöld hafa brugðist ókvæða við ákvörðun fyrirtækisins og segir fjármálaráðherrann Pierre Moscovici að gagnrýni þess eigi ekki við rök að styðjast, þvert á móti hafi stjórnin farið í ýmsar aðgerðir sem hafi komið frönsku þjóðfélagi vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×