Innlent

Vetrarfærð í flestum landshlutum og varað við hálku

Vetrarfærð er í flestum landshlutum með nokkurri hálku eða hálkublettum. Í tilkynningu frá Vegagerð segir að Hálkublettir séu á Hellisheiði og Þrengslum og nokkuð víða í uppsveitum á Suðurlandi. Snjóþekja er í Mýrdalnum og á Reynisfjalli.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Bröttubrekku og á Fróðárheiði en annars eru vegir að mestu greiðfærir. Hálka eða hálkublettir eru nú víða á Vestfjörðum, einkum á heiðum og hálsum. Á Norðurlandi eru vegir auðir vestan  Blönduóss en þar fyrir austan og í raun á öllu norðausturhorninu er hálka, hálkublettir eða snjóþekja.

Auk hálku er einnig skafrenningur yst á Siglufjarðarvegi og éljagangur með ströndinni á norðausturhorninu. Nokkur hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Austurlandi.

Ófært er bæði um Breiðdalsheiði og Öxi. Á Suðausturlandi eru vegir auðir fyrir utan hálkublettir á Mýrdalssandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×