Varaforsetinn vill verða forseti Golfsambandsins 5. nóvember 2013 18:44 Haukur Örn Birgisson. Haukur Örn Birgisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í komandi forsetakjöri hjá Golfsambandi Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Í fréttatilkynningu frá Hauki kemur fram að hann hafi starfað fyrir golfhreyfinguna frá árinu 2001. Hann hefur verið varaforseti sambandsins frá árinu 2007. Forsetakjörið fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.Yfirlýsing Hauks Arnar:Kæru félagar.Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi.Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár.Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur vaxið jafnt og þétt og hafa skráðir félagar í golfklúbbum aldrei verið fleiri. Þennan árangur má þakka óeigingjörnu framlagi ykkar sem starfa í tengslum við íþróttina, oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að taka þátt í því starfi með ykkur.Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem forseti sambandsins. Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu sem ég hef fengið til þess að taka við af honum og lýsi mig reiðubúinn, með ykkar stuðningi, til að leiða starf Golfsambands Íslands næstu ár. Kær kveðja,Haukur Örn Birgisson Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haukur Örn Birgisson hefur ákveðið að gefa kost á sér í komandi forsetakjöri hjá Golfsambandi Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson mun ekki gefa kost á sér áfram. Í fréttatilkynningu frá Hauki kemur fram að hann hafi starfað fyrir golfhreyfinguna frá árinu 2001. Hann hefur verið varaforseti sambandsins frá árinu 2007. Forsetakjörið fer fram þann 23. nóvember næstkomandi.Yfirlýsing Hauks Arnar:Kæru félagar.Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í komandi forsetakjöri Golfsambands Íslands sem fram fer á golfþingi þann 23. nóvember næstkomandi.Störf mín fyrir golfhreyfinguna má rekja til ársins 2001 og frá þeim tíma hefur golfíþróttin skipað stórt hlutverk hjá mér, bæði í leik og starfi. Samhliða stjórnarstörfum mínum hjá Golfklúbbnum Oddi árið 2005 var ég kosinn til stjórnarsetu hjá Golfsambandi Íslands en frá árinu 2007 hef ég verið varaforseti sambandsins. Þá hef ég einnig sinnt stjórnarstörfum á vegum Evrópska golfsambandsins, EGA, undanfarin þrjú ár.Golfíþróttin hefur átt einstaklega góðu gengi að fagna undanfarinn áratug. Fjöldi iðkenda hefur vaxið jafnt og þétt og hafa skráðir félagar í golfklúbbum aldrei verið fleiri. Þennan árangur má þakka óeigingjörnu framlagi ykkar sem starfa í tengslum við íþróttina, oftar en ekki í sjálfboðavinnu. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig að taka þátt í því starfi með ykkur.Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem forseti sambandsins. Ég er afar þakklátur fyrir þá hvatningu sem ég hef fengið til þess að taka við af honum og lýsi mig reiðubúinn, með ykkar stuðningi, til að leiða starf Golfsambands Íslands næstu ár. Kær kveðja,Haukur Örn Birgisson
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira