20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 4. nóvember 2013 20:47 Mynd af www.strengir.is Veiðimenn sem þessa dagana eru að bóka árnar fyrir næsta sumar hljóta að taka því fagnandi þegar um töluverða verðlækkun verður að ræða í einni af fallegri ám landsins. Veiðin í Breiðdalsá var róleg í sumar en aðeins veiddust 305 laxar en töluvert veiddist aftur á móti af bleikju á silungasvæðinu. Ekki er ljóst hvers vegna heimturnar voru lélegar en ástand sjávar úti fyrir austurlandi gætu haft eitthvað að segja, eða þá að seiðin sem fóru til sjávar 2012 taki sér eitt ár í viðbót í hafinu og komi þá í auknum mæli sem tveggja ára lax. Á heimasíðu leigutakans Strengja er líka tilkynnt að verðlækkun fyrir næsta sumar verður um 20-30%, opnun verður seinkað, stöngum fækkað á vissum tíma og möguleikum breytt hvað varðar möguleika á fæði í veiðihúsi. Það verður gaman að sjá hvernig veiðimenn taka í þessa verðlækkun enda er Breiðdalsá ein af þessum ám sem menn taka ástfóstri við enda er það ekki magnið sem menn sækjast eftir í ánni hendur sú staðreynd að áin hefur hátt hlutfall stórlaxa, frábært veiðihús og fjölbreytileika veiðistaða þar sem stórlax getur legið í næstum hverjum hyl. Stangveiði Mest lesið Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Veiðimenn sem þessa dagana eru að bóka árnar fyrir næsta sumar hljóta að taka því fagnandi þegar um töluverða verðlækkun verður að ræða í einni af fallegri ám landsins. Veiðin í Breiðdalsá var róleg í sumar en aðeins veiddust 305 laxar en töluvert veiddist aftur á móti af bleikju á silungasvæðinu. Ekki er ljóst hvers vegna heimturnar voru lélegar en ástand sjávar úti fyrir austurlandi gætu haft eitthvað að segja, eða þá að seiðin sem fóru til sjávar 2012 taki sér eitt ár í viðbót í hafinu og komi þá í auknum mæli sem tveggja ára lax. Á heimasíðu leigutakans Strengja er líka tilkynnt að verðlækkun fyrir næsta sumar verður um 20-30%, opnun verður seinkað, stöngum fækkað á vissum tíma og möguleikum breytt hvað varðar möguleika á fæði í veiðihúsi. Það verður gaman að sjá hvernig veiðimenn taka í þessa verðlækkun enda er Breiðdalsá ein af þessum ám sem menn taka ástfóstri við enda er það ekki magnið sem menn sækjast eftir í ánni hendur sú staðreynd að áin hefur hátt hlutfall stórlaxa, frábært veiðihús og fjölbreytileika veiðistaða þar sem stórlax getur legið í næstum hverjum hyl.
Stangveiði Mest lesið Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði