Að velja réttar þrengingar Karl Lúðvíksson skrifar 1. nóvember 2013 11:07 Það getur skipt sköpum að vera með réttar þrengingar þegar farið er til veiða enda eru færin oft misjöfn eftir veðri og aðstæðum. Þær þrengingar sem skyttur nota mest eru Full Choke (full þrenging), Medium eða Modified Choke (miðþrenging) og Improoved Cylinder (víð þrenging). Að auki er hægt að nota Extra Full og Turkey Choke en við einbeitum okkur að þeim þremur sem mest eru notaðar. Munurinn á milli þrenginga er dreifingin á höglunum þegar þau fara úr hlaupinu. Full þrenging gerir það að verkum að hagladreifin er frekar þétt en Improoved Cylinder er mun dreifðari, modified er svo þarna á milli. En hvenær velur þú hvaða þrengingu? Ef færin eru löng er betra að nota Fulla þrengingu og svo víðari eftir því sem færin verða betri. Ef þú ert t.d. að skjóta rjúpu í kjöraðstæðum eins og stillu, snjó og frosti er Improoved Cylinder oft besti kosturinn því færin verða oft mjög góð og þú kemst nokkuð nálægt fuglinum. Þá er gott að ná góðri dreifingu og ná jafnvel 2 fuglum í hverju skoti. Svo til að flækja málið aðeins er dreifingin á höglum misjöfn á milli tegunda af skotum og byssum. Til þess að sjá hvernig hvaða skot fara best í byssuna þína, og treystu mér það margborgar sig að tékka á þessu, skjóttu á spjald á 15 metra og 20 metra færi (algeng rjúpnafæri) og sjáðu hvernig hagladreifingin er milli skota og þrenginga. Veldu svo það sem kemur best út úr þinni byssu og það á örugglega eftir að skila þér fleiri fuglum eftir veiðidaginn. Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði
Það getur skipt sköpum að vera með réttar þrengingar þegar farið er til veiða enda eru færin oft misjöfn eftir veðri og aðstæðum. Þær þrengingar sem skyttur nota mest eru Full Choke (full þrenging), Medium eða Modified Choke (miðþrenging) og Improoved Cylinder (víð þrenging). Að auki er hægt að nota Extra Full og Turkey Choke en við einbeitum okkur að þeim þremur sem mest eru notaðar. Munurinn á milli þrenginga er dreifingin á höglunum þegar þau fara úr hlaupinu. Full þrenging gerir það að verkum að hagladreifin er frekar þétt en Improoved Cylinder er mun dreifðari, modified er svo þarna á milli. En hvenær velur þú hvaða þrengingu? Ef færin eru löng er betra að nota Fulla þrengingu og svo víðari eftir því sem færin verða betri. Ef þú ert t.d. að skjóta rjúpu í kjöraðstæðum eins og stillu, snjó og frosti er Improoved Cylinder oft besti kosturinn því færin verða oft mjög góð og þú kemst nokkuð nálægt fuglinum. Þá er gott að ná góðri dreifingu og ná jafnvel 2 fuglum í hverju skoti. Svo til að flækja málið aðeins er dreifingin á höglum misjöfn á milli tegunda af skotum og byssum. Til þess að sjá hvernig hvaða skot fara best í byssuna þína, og treystu mér það margborgar sig að tékka á þessu, skjóttu á spjald á 15 metra og 20 metra færi (algeng rjúpnafæri) og sjáðu hvernig hagladreifingin er milli skota og þrenginga. Veldu svo það sem kemur best út úr þinni byssu og það á örugglega eftir að skila þér fleiri fuglum eftir veiðidaginn.
Stangveiði Mest lesið Þegar takan dettur niður Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Líf á Bíldsfelli Veiði