Aukið samstarf Tesla og Daimler Finnur Thorlacius skrifar 2. nóvember 2013 09:15 Tesla og Daimler handsala samstarfið árið 2009. Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Árið 2009 bundust Tesla og Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz, samstarfi um þróun rafmagnsbíla og í leiðinni fjárfesti Daimler í 4,3% hlutabréfa Tesla. Ekki hafa sést gríðarmikil áhrif þessa samstarfs enn. Þó eru ýmsir íhlutir Í Tesla Model S fengnir frá Mercedes Benz og Smart ForTwo ED er með raflöður frá Tesla, en Smart fyrirtækið tilheyrir Daimler. Ennfremur er Mercedes Benz B-Class EV á leiðinni með Tesla rafhlöður. Daimler ætlar ekki að láta staðar numið þar og mun sækja mun meira í smiðju Tesla án þess að skilgreint hafi verið í hverju það nákvæmlega liggur. Elon Musk stofnandi Tesla fagnar þessu og telur að Tesla eigi Daimler greiða að gjalda frá því er fjármagn Daimler hjálpaði Tesla mjög á erfiðum tímum árið 2009.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent