„Maður fær sér smá snaps eftir svona slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:10 Mark Weller ásamt eiginkonu sinni í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli fyrr í dag. mynd/valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“ Veður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Við höfðum skráð okkur í ævintýraferð og í raun upplifum við bara ákveðið ævintýri í þessari rútuferð,“ segir Englendingurinn Mark Weller, í samtali við blaðamann Vísis á vettvangi. „Rútubílstjórinn á hrós skilið fyrir hans viðbrögð en hann hægði vel á rútunni í aðdraganda slyssins. Allir sluppu í raun vel og farþegar rútunnar mega teljast mjög svo heppnir.“ Gríðarleg hálka er á veginum við Þingvelli og aðstæður erfiðar. Vindur er einnig töluverður og því getur skapast töluverð hætta á þjóðveginum. „Þið Íslendingar eruð kannski vön þessum aðstæðum en ég hef aldrei sé annað eins á minni ævi. Gatan var alveg þakinn ís og í raun ekki skrítið að þetta hafi gerst.“ „Farþegar rútunnar voru nokkuð rólegir eftir að rútan hafði farið að veginum en við þurftum að aðstoða nokkra sem voru fastir í sætum sínum fyrir ofan okkur. Bílbeltið bjargaði því að illa færi ekki hjá þeim aðilum.“ Rútubílstjórinn hafði tilkynnt öllum farþegum að spenna sætisbeltin rétt fyrir slysið. „Við heyrðum í kallkerfinu um tveim mínútum áður en rútan fór af veginum og á hliðina að vænlegt væri að spenna bílbeltið. Margir fóru eftir þeim fyrirmælum sem reyndist vera nauðsynlegt svona eftir á að hyggja. Það var ein stúlku sem fékk töluvert höfuðhögg og er hún líklega komin á sjúkrahús núna.“ Öllum farþegum rútunnar var boðið að halda áfram ferðinni með annarri rútu eða fá að snúa til baka til Reykjavíkur. „Ég held að ég fari samt sem áður til baka í borgina, ég þarf að fá mér smá snaps eftir svona atvik.“
Veður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira