„Þetta slys er bara framhald af okkar ævintýri hér á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 16:52 Anne Burnett og Teo Waters á kaffistofunni við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum fyrr í dag. mynd / valli Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Rútan ók mjög hægt alla leiðina og það tók rútuna einhvern veginn rosalega langan tíma að velta,“ segir Ted Waters, bandarískur ferðamaður, í samtali við Vísi en öllum farþegum rúturnar var komið fyrir í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli eftir slysið. „Maður var lengi að átta sig á því að við vorum í raun að velta en þetta gerðist svo hægt og í raun var þetta ekki mikið mál fyrir okkur í rútunni.“ Þegar svona slys eiga sér stað grípur oft um sig ákveðin geðshræring hjá farþegum en það var greinilega ekki tilfellið í dag. „Það magnaðasta við þetta allt saman var hversu rólegir farþegarnir voru eftir að rútan fór á hliðina,“ segir Anne Burnett, eiginkona Ted, í samtalið við blaðamann Vísis. „Við vorum heppin og vorum með öryggisbelti á okkur en rútubílstjórinn hafði sagt við alla farþegar rétt fyrir slysið að spenna beltin. Það voru nokkrir sem fóru ekki eftir fyrirmælum bílstjórans og voru flutt með sjúkrabíl eftir að hafa slasast smávægilega.“ Hjónin eru í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi og ætla svo sannarlega að koma aftur. „Við höfum haft gaman af því að vera hér og sjá þetta fallega land. Þetta atvik var í raun bara bónus fyrir okkur og í raun enn eitt ævintýrið.“ Veður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Rúta fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Um var að ræða rútu fulla af ferðamönnum sem voru á leið sinni um svæðið. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður fyrir ökutæki. „Rútan ók mjög hægt alla leiðina og það tók rútuna einhvern veginn rosalega langan tíma að velta,“ segir Ted Waters, bandarískur ferðamaður, í samtali við Vísi en öllum farþegum rúturnar var komið fyrir í þjónustumiðstöðinni við Þingvelli eftir slysið. „Maður var lengi að átta sig á því að við vorum í raun að velta en þetta gerðist svo hægt og í raun var þetta ekki mikið mál fyrir okkur í rútunni.“ Þegar svona slys eiga sér stað grípur oft um sig ákveðin geðshræring hjá farþegum en það var greinilega ekki tilfellið í dag. „Það magnaðasta við þetta allt saman var hversu rólegir farþegarnir voru eftir að rútan fór á hliðina,“ segir Anne Burnett, eiginkona Ted, í samtalið við blaðamann Vísis. „Við vorum heppin og vorum með öryggisbelti á okkur en rútubílstjórinn hafði sagt við alla farþegar rétt fyrir slysið að spenna beltin. Það voru nokkrir sem fóru ekki eftir fyrirmælum bílstjórans og voru flutt með sjúkrabíl eftir að hafa slasast smávægilega.“ Hjónin eru í sinni fyrstu heimsókn á Íslandi og ætla svo sannarlega að koma aftur. „Við höfum haft gaman af því að vera hér og sjá þetta fallega land. Þetta atvik var í raun bara bónus fyrir okkur og í raun enn eitt ævintýrið.“
Veður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira