Daimler kaupir 12% í Beijing Automotive Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 16:15 Fleiri og fleiri svona merki sjást nú í Kína. Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent
Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent