Daimler kaupir 12% í Beijing Automotive Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 16:15 Fleiri og fleiri svona merki sjást nú í Kína. Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent
Samstarf Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, og kínverska bílaframleiðandans Beijing Automotive hefur staðið yfir í nokkurn tíma en það verður styrkt enn frekar í dag með kaupum Daimler á hlutabréfum í Beijing Automotive. Daimler fær tvö sæti í stjórn fyrirtæksins og á móti fær Beijing Automotive að smíða bíla með undirvagni frá Mercedes Benz. Í verksmiðjum BAIC, sem Beijing Automotive á 51% hlut í hafa verið framleiddar Mercedes Benz vélar og mun svo áfram verða. Búist er við því að Beijing Automotive muni brátt einnig kaupa hluti í Daimler, sem enn frekar mun treysta samstarfið á milli fyrirtækjanna. Ekki er ljóst hvað fjárfesting Daimler kostar, en ljáð er máls á því að Daimler sé að gera kostakaup.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent