Slökkviliðið í Dubai fær Corvettu Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 13:30 Corvetta slökkviliðsins í Dubai. Allt það alfurðulegasta í bílaheiminum gerist í olíuríkinu Dubai. Þar ekur lögreglan um á mörgum gerðum ofursportbíla og ekki má nú slökkviliðið þar vera eftirbátur hennar. Því hefur slökkviðið fengið í sína þjónustu forláta Chevrolet Corvettu af 2014 árgerð, enda brýn þörf á að vera snöggur á staðinn í svo eldfimu landi. Það er þó örðugt að koma nokkrum tonnum af vatni í Corvettuna svo aðrir bílar sjá víst um það en þeir á Corvettunni geta skipulagt slökkvistarfið vel á undan ef þeir kunna eitthvað að aka svo kraftmiklum bíl þar syðra. Tilkoma Corvettunnar er víst ekki síst til ímyndarsköpunar fyrir slökkviliðið á sýningum að því segir í frétt frá Dubai. Bíllinn er af gerðinni Corvette C7 Stingray og því auðvitað dýrasta útgáfa bílsins, hvað annað! Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Allt það alfurðulegasta í bílaheiminum gerist í olíuríkinu Dubai. Þar ekur lögreglan um á mörgum gerðum ofursportbíla og ekki má nú slökkviliðið þar vera eftirbátur hennar. Því hefur slökkviðið fengið í sína þjónustu forláta Chevrolet Corvettu af 2014 árgerð, enda brýn þörf á að vera snöggur á staðinn í svo eldfimu landi. Það er þó örðugt að koma nokkrum tonnum af vatni í Corvettuna svo aðrir bílar sjá víst um það en þeir á Corvettunni geta skipulagt slökkvistarfið vel á undan ef þeir kunna eitthvað að aka svo kraftmiklum bíl þar syðra. Tilkoma Corvettunnar er víst ekki síst til ímyndarsköpunar fyrir slökkviliðið á sýningum að því segir í frétt frá Dubai. Bíllinn er af gerðinni Corvette C7 Stingray og því auðvitað dýrasta útgáfa bílsins, hvað annað!
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent