Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði, sem er síðasti bærinn áður en komið er að sjálfum þjóðgarðinum. Mikil hálka hefur verið á veginum til Þingvalla og hvasst er í veðri.
„Það er argandi hálka hérna alveg frá Grafningi niður að þjóðgarði,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsen, frá þjóðgarðinum á Þingvöllum í samtali við Vísi.
Farþegarnir eru allir komnir út úr rútunni en fimm sjúkrabílar og einn lögreglubíll eru komnir á svæðið.
„Allir farþegarnir eru komnir í skjól og þeir bera sig furðu vel. Aðeins tveir eru með minni háttar áverka, annars er þetta vel sloppið,“ segir Einar.

