Svanasöngur Mercedes Benz SLS AMG Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 12:45 Mercedes Benz SLS AMG Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent