Enn eitt gæðaútspil Mazda Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 09:45 Mazda3 Reynsluakstur - Mazda3 Mazda dúndrar frá sér hverjum snilldarbílnum á fætur öðrum og hafa viðtökur Mazda6 og jepplingsins CX-5 verið frábærar. Sá allra nýjasti er svo Mazda3, smár fólksbíll, sem er bara eins snilldin enn. Stóran þátt í velgengni bíla Mazda um þessar mundir á hin svonafnda SkyActive tækni bílanna. Hún stuðlar að lítilli eyðslu bílanna og eru vélar allra þessara nýju bíla bæði mjög skemmtilegar og sparneytnar sökum óvenjulegs þjöppuhlutfalls þeirra. Allir þessi bílar hafa einnig lést verulega frá fyrri gerðum þeirra og eykur það bæði á akstursgetu þeirra og stuðlar að lágri eldsneytiseyðslu. Allir þessi bílar eiga það einnig sameiginlegt að vera mjög fallega hannaðir og keppast bílablaðamenn að mæra þá fyrir fegurð og gæði. Undirritaður er einn þeirra og hreinlega furðar sig á þeim jákvæðu umskiptum sem orðið hefur á Mazda fyrortækinu og afurðum þess. Mazda var fyrir kynningu á þessum þremur bílum lítið spennandi bílaframleiðandi, en hefur á einkar stuttum tíma breyst í eitt mest spennandi bílafyrirtæki heims. Það er ekki að spyrja að japanskir bílasmíði. Margir bílarýnendur hafa sett Mazda3 skörinni hærra en annar mærður ástarpungur þeirra, Ford Focus og er þá mikið sagt.Ferlega fallegur Ólíkt mörgum öðrum nýjum bílum hefur Mazda3 styst um tæpa 5 sentimetra, en hann hefur breikkað um 4 sentimetra og lækkað um tæpa 2 sentimetra. Lengst hefur á milli öxla um 6 sentimetra og hefur það aukið á aksturshæfni bílsins. Þrátt fyrir að bíllinn hafi styst hefur aftursætisrými aukist og er með því allra mesta í bílum í þessum flokki. Því fer vel um þá sem ekki ná eeki mikið lengra uppí skýin en 180 sentimetra, en þó verður að segja að einn af stærstu ókostum bílsins sé sá að erfitt er fyrir alla fullorðna að koma sér innum aftursætishurðirnar og í sætin. Þar klikkaði Mazda aðeins en þetta er þó einn af fáum ókostum þessa bíls. Mazda3 í skemmtilega grimmur í útliti og framendinn svipar mjög til ennþá grimmari framenda hins gullfallega Mazda6 bíls. Heildarhönnunin er afar vel heppnuð og þarna fer því einn fallegasti, ef ekki fríðasti bíllinn í þessum flokki. Bíllinn er þrátt fyrir sínar sterku línur mjög straumlínulagaður og með lágan loftmótsstuðul. Góðar vélar Þegar kemur að hjarta bílsins, vélinni, kemur fátt annað uppí hugann en eitt stórt hrós. Hún er ekkert ofboðslega snörp en dugar bílnum vel. Beinskiptingin sem er tengd við hana er með allra bestu beinskiptingum sem greinarritari hefur prófað. Það á reyndar við allar beinskiptingar Mazda. Það er þægilega stutt á milli gíra og gírstöngin beinlínis leikur í höndum ökumanns og honum finnst hann vera um borð í góðum sportbíl. Það er ef til vill ekki of mikið tekið uppí sig, því bíllinn í heild er dálítið eins og sportbíll, með frábæra fjöðrun, sem er svo góð að leit er að öðru eins. Bíllinn fer fyrir vikið svo vel með ökumann að unaður er að keyra hann. Ekki þurfti að aka þessum bíl nema einn kílómeter eða svo til að stórt bros færðist yfir andlitið og ánægjan jókst bara uppfrá því. Stýringin er nákvæm og tilfinning fyrir vegi góð. Vélin í reynsluakstursbílnum var 2,0 lítra bensínvél, en hann fæst einnig með 2,2 mjög öflugri dísilvél. Uppgefin eyðsla 2,0 lítra bensínvélarinnar er 5,1 lítri í blönduðum akstri. Eins og með marga aðra bíla sem greinarritari hefur reynt er svo til ógerningur að ná þessari tölu og það verður að segjast að langur vegur var frá því að sú tala næðist. Hafa verður þó í huga að þegar bíll er prófaður er sparakstur ekki efst í huga. Það er þó til efs að þessi tala myndi nást við hóflegan akstur. Mazda minnkar ekki sprengirýmið Tilhneiging flestra bílaframleiðenda er sú að minnka sprengirými bíla sinna þessa dagana, en Mazda fetar ekki þá braut. Það kemur mikið á óvart að ekki stærri bíll en þetta skuli vera með vél með sprengirými uppá 2,2 lítra, en Mazda vildi greinilega ekki bjóða kaupendum sínum uppá vélarvana bíl, heldur skemmtilegan og öflugan bíl sem valkost í þessum flokki og er það vel. Flestir bílar í þessum flokki eru með 1,6 lítra sprengirými. Með SkyActive vélartækni sinni kemur stærð vélanna ekki niður á eyðslu hans, þvert á móti. Bensínvélin er 120 hestöfl, sem hljómar kannski ekki svo mikið en bíllinn er engu að síður mjög aflmikill og millihröðunin er frábær með þessari vél. Dísilvélin er hinsvegar 150 hestöfl og með henni hlýtur þessi bíll að vera alger spyrnukerra, en það er seinni tíma bíla að prófa hann með henni. Einn vélarkosturinn enn er 1,5 lítra og 100 hestafla bensínvél og má sérpanta bílinn þannig og spara sér 300.000 krónur. Á fínu verði Mazda3 má bæði fá í 4 og 5 dyra útfærslum. Þeir eru á sama verði. Með 2,0 lítra bensínvélinni kostar hann 3.490.000, en með 2,2 lítra besínvélinni 4.090.000 krónur. Með 1,5 lítra bensínvélinni er hann á 3.190.000 krónur. Þetta verð bílsins er mjög samkeppnishæft. Ford Focus kostar í sinni ódýrustu gerð sama og 2,0 lítra bensínbíllinn, eða 3.490.000 krónur. Volkswagen Golf kostar í ódýrustu útfærslu með 122 hestafla bensínvél 3.540.000 krónur. Innréttingin í Mazda3 er lagleg en slær þó ekkert út innréttingar í samkeppnisbílunum, sérstaklega ekki Volkswagen Golf. Staðalbúnaður er einnig svipaður. Eftir akstur þessa bíls er hreinlega erfitt að gera upp á milli þriggja bestu bílanna í þessum flokki, Mazda3, Volkswagen Golf og Ford Focus, allir góðir akstursbílar með svipaðan búnað og á ámóta verði. Kostir: Fallegur, vélbúnaður, fjöðrunÓkostir: Aðgengi um afturhurðir, erfitt að ná uppgefinni eyðslu 2,0 l. bensínvél, 120 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 119 g/km CO2Hröðun: 8,8 sek.Hámarkshraði: 198 km/klstVerð frá: 3.490.000 kr.Umboð: BrimborgLagleg en tiltölulega einföld innrétting. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Reynsluakstur - Mazda3 Mazda dúndrar frá sér hverjum snilldarbílnum á fætur öðrum og hafa viðtökur Mazda6 og jepplingsins CX-5 verið frábærar. Sá allra nýjasti er svo Mazda3, smár fólksbíll, sem er bara eins snilldin enn. Stóran þátt í velgengni bíla Mazda um þessar mundir á hin svonafnda SkyActive tækni bílanna. Hún stuðlar að lítilli eyðslu bílanna og eru vélar allra þessara nýju bíla bæði mjög skemmtilegar og sparneytnar sökum óvenjulegs þjöppuhlutfalls þeirra. Allir þessi bílar hafa einnig lést verulega frá fyrri gerðum þeirra og eykur það bæði á akstursgetu þeirra og stuðlar að lágri eldsneytiseyðslu. Allir þessi bílar eiga það einnig sameiginlegt að vera mjög fallega hannaðir og keppast bílablaðamenn að mæra þá fyrir fegurð og gæði. Undirritaður er einn þeirra og hreinlega furðar sig á þeim jákvæðu umskiptum sem orðið hefur á Mazda fyrortækinu og afurðum þess. Mazda var fyrir kynningu á þessum þremur bílum lítið spennandi bílaframleiðandi, en hefur á einkar stuttum tíma breyst í eitt mest spennandi bílafyrirtæki heims. Það er ekki að spyrja að japanskir bílasmíði. Margir bílarýnendur hafa sett Mazda3 skörinni hærra en annar mærður ástarpungur þeirra, Ford Focus og er þá mikið sagt.Ferlega fallegur Ólíkt mörgum öðrum nýjum bílum hefur Mazda3 styst um tæpa 5 sentimetra, en hann hefur breikkað um 4 sentimetra og lækkað um tæpa 2 sentimetra. Lengst hefur á milli öxla um 6 sentimetra og hefur það aukið á aksturshæfni bílsins. Þrátt fyrir að bíllinn hafi styst hefur aftursætisrými aukist og er með því allra mesta í bílum í þessum flokki. Því fer vel um þá sem ekki ná eeki mikið lengra uppí skýin en 180 sentimetra, en þó verður að segja að einn af stærstu ókostum bílsins sé sá að erfitt er fyrir alla fullorðna að koma sér innum aftursætishurðirnar og í sætin. Þar klikkaði Mazda aðeins en þetta er þó einn af fáum ókostum þessa bíls. Mazda3 í skemmtilega grimmur í útliti og framendinn svipar mjög til ennþá grimmari framenda hins gullfallega Mazda6 bíls. Heildarhönnunin er afar vel heppnuð og þarna fer því einn fallegasti, ef ekki fríðasti bíllinn í þessum flokki. Bíllinn er þrátt fyrir sínar sterku línur mjög straumlínulagaður og með lágan loftmótsstuðul. Góðar vélar Þegar kemur að hjarta bílsins, vélinni, kemur fátt annað uppí hugann en eitt stórt hrós. Hún er ekkert ofboðslega snörp en dugar bílnum vel. Beinskiptingin sem er tengd við hana er með allra bestu beinskiptingum sem greinarritari hefur prófað. Það á reyndar við allar beinskiptingar Mazda. Það er þægilega stutt á milli gíra og gírstöngin beinlínis leikur í höndum ökumanns og honum finnst hann vera um borð í góðum sportbíl. Það er ef til vill ekki of mikið tekið uppí sig, því bíllinn í heild er dálítið eins og sportbíll, með frábæra fjöðrun, sem er svo góð að leit er að öðru eins. Bíllinn fer fyrir vikið svo vel með ökumann að unaður er að keyra hann. Ekki þurfti að aka þessum bíl nema einn kílómeter eða svo til að stórt bros færðist yfir andlitið og ánægjan jókst bara uppfrá því. Stýringin er nákvæm og tilfinning fyrir vegi góð. Vélin í reynsluakstursbílnum var 2,0 lítra bensínvél, en hann fæst einnig með 2,2 mjög öflugri dísilvél. Uppgefin eyðsla 2,0 lítra bensínvélarinnar er 5,1 lítri í blönduðum akstri. Eins og með marga aðra bíla sem greinarritari hefur reynt er svo til ógerningur að ná þessari tölu og það verður að segjast að langur vegur var frá því að sú tala næðist. Hafa verður þó í huga að þegar bíll er prófaður er sparakstur ekki efst í huga. Það er þó til efs að þessi tala myndi nást við hóflegan akstur. Mazda minnkar ekki sprengirýmið Tilhneiging flestra bílaframleiðenda er sú að minnka sprengirými bíla sinna þessa dagana, en Mazda fetar ekki þá braut. Það kemur mikið á óvart að ekki stærri bíll en þetta skuli vera með vél með sprengirými uppá 2,2 lítra, en Mazda vildi greinilega ekki bjóða kaupendum sínum uppá vélarvana bíl, heldur skemmtilegan og öflugan bíl sem valkost í þessum flokki og er það vel. Flestir bílar í þessum flokki eru með 1,6 lítra sprengirými. Með SkyActive vélartækni sinni kemur stærð vélanna ekki niður á eyðslu hans, þvert á móti. Bensínvélin er 120 hestöfl, sem hljómar kannski ekki svo mikið en bíllinn er engu að síður mjög aflmikill og millihröðunin er frábær með þessari vél. Dísilvélin er hinsvegar 150 hestöfl og með henni hlýtur þessi bíll að vera alger spyrnukerra, en það er seinni tíma bíla að prófa hann með henni. Einn vélarkosturinn enn er 1,5 lítra og 100 hestafla bensínvél og má sérpanta bílinn þannig og spara sér 300.000 krónur. Á fínu verði Mazda3 má bæði fá í 4 og 5 dyra útfærslum. Þeir eru á sama verði. Með 2,0 lítra bensínvélinni kostar hann 3.490.000, en með 2,2 lítra besínvélinni 4.090.000 krónur. Með 1,5 lítra bensínvélinni er hann á 3.190.000 krónur. Þetta verð bílsins er mjög samkeppnishæft. Ford Focus kostar í sinni ódýrustu gerð sama og 2,0 lítra bensínbíllinn, eða 3.490.000 krónur. Volkswagen Golf kostar í ódýrustu útfærslu með 122 hestafla bensínvél 3.540.000 krónur. Innréttingin í Mazda3 er lagleg en slær þó ekkert út innréttingar í samkeppnisbílunum, sérstaklega ekki Volkswagen Golf. Staðalbúnaður er einnig svipaður. Eftir akstur þessa bíls er hreinlega erfitt að gera upp á milli þriggja bestu bílanna í þessum flokki, Mazda3, Volkswagen Golf og Ford Focus, allir góðir akstursbílar með svipaðan búnað og á ámóta verði. Kostir: Fallegur, vélbúnaður, fjöðrunÓkostir: Aðgengi um afturhurðir, erfitt að ná uppgefinni eyðslu 2,0 l. bensínvél, 120 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 5,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 119 g/km CO2Hröðun: 8,8 sek.Hámarkshraði: 198 km/klstVerð frá: 3.490.000 kr.Umboð: BrimborgLagleg en tiltölulega einföld innrétting.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent