Snýr Blofeld aftur í James Bond-myndirnar? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. nóvember 2013 09:36 Donald Pleasence lék Blofeld í kvikmyndinni You Only Live Twice árið 1967. Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndanna um spæjarann James Bond hafa nú loksins fengið rétt til að nota eina af þekktustu persónum seríunnar, sjálfan Ernst Stavro Blofeld. Blofeld, sem er auðþekkjanlegur á öri í andliti og strýkur gjarnan ketti, birtist síðast í kvikmyndinni Never Say Never Again árið 1983, en hún er ekki hluti af kvikmyndaseríu MGM. Forsaga málsins er sú að Kevin nokkur McClory höfðaði mál á hendur Ian Fleming, höfundi skáldsagnanna um James Bond, eftir að Fleming studdist við handrit sem hann skrifaði í samstarfi við McClory við gerð bókarinnar Thunderball. Í kjölfarið var McClory titlaður meðframleiðandi kvikmyndarinnar Thunderball og reyndist það framleiðendum myndanna erfitt að nota persónuna án samþykkis McClory. Til dæmis var Blofeld aldrei nefndur á nafn í kvikmyndinni For Your Eyes Only frá árinu 1981, en í myndinni fleygir Bond persónu sem líkist Blofeld niður í reykháf. Nú hafa framleiðendurnir komist að samkomulegi við fjölskyldu McClorys, en hann lést árið 2006. Fjölskyldan hefur selt MGM-kvikmyndaverinu réttinn að Thunderball og opnast þar með á þann möguleika að nota persónu Blofelds á ný.Blofeld og aðstoðarkona hans myrtu eiginkonu James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty's Secret Service frá árinu 1969. Atriðið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira