Grísalappalísa syngur Megas Ómar Úlfur skrifar 14. nóvember 2013 12:37 Grísalappalísa er ein athygliverðasta sveitin á Íslandi í dag Hljómsveitin Grísalappalísa gefur út í dag, sjö tommu vínyl plötu sem ber nafnið Grísalappalísa syngur Megas. Hér heiðrar hljómsveitin verndara sinn og upprunalega andagift og leggur fram sínar eigin útgáfur af tveim tónsmíðum meistara Megas. Hið fyrra heitir Björg og kom upphaflega út á hljómplötunni Loftmynd árið 1987, en seinnalagið, Ungfrú Reykjavík, kom út á hljómplötunni Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella árið 1990. Hljómplatan var tekinn upp á einum degi, "læf" í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar, Járnbraut. Upptökustjóri var Albert Finnbogason. Einnig má geta að þetta er fyrsta hljóðritun Grísalappalísu sem 7-manna sveitar, en Rúnar Örn Marínóson hóf leik með sveitinni stuttu eftir útgáfu breiðskífunnar ALI sem kom út fyrr á árinu. Platan sú fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugafólki og tala margir um plötu ársins. Grísalappalísa kom fram á Icelandairwaves hátíðinni í ár og var hátíðin sveitinni afar gjöful. Tónlistarrýnar kepptust við að hrósa sveitinni og hinn virti poppskíbent David Fricke hjá Rolling Stone lét hafa það eftir sér að Grísalappalísa væri nýja uppáhalds hljómsveitin hans. Í tilefni útgáfunnar, sem hljómsveitin stendur á bak við, mun eiga sér stað útgáfuhóf í kvöld í plötubúðinni Lucky Records á Rauðarárstíg á milli 20:00 og 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Skrítin birta af plötunni Ali Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon
Hljómsveitin Grísalappalísa gefur út í dag, sjö tommu vínyl plötu sem ber nafnið Grísalappalísa syngur Megas. Hér heiðrar hljómsveitin verndara sinn og upprunalega andagift og leggur fram sínar eigin útgáfur af tveim tónsmíðum meistara Megas. Hið fyrra heitir Björg og kom upphaflega út á hljómplötunni Loftmynd árið 1987, en seinnalagið, Ungfrú Reykjavík, kom út á hljómplötunni Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella árið 1990. Hljómplatan var tekinn upp á einum degi, "læf" í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar, Járnbraut. Upptökustjóri var Albert Finnbogason. Einnig má geta að þetta er fyrsta hljóðritun Grísalappalísu sem 7-manna sveitar, en Rúnar Örn Marínóson hóf leik með sveitinni stuttu eftir útgáfu breiðskífunnar ALI sem kom út fyrr á árinu. Platan sú fékk frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og tónlistaráhugafólki og tala margir um plötu ársins. Grísalappalísa kom fram á Icelandairwaves hátíðinni í ár og var hátíðin sveitinni afar gjöful. Tónlistarrýnar kepptust við að hrósa sveitinni og hinn virti poppskíbent David Fricke hjá Rolling Stone lét hafa það eftir sér að Grísalappalísa væri nýja uppáhalds hljómsveitin hans. Í tilefni útgáfunnar, sem hljómsveitin stendur á bak við, mun eiga sér stað útgáfuhóf í kvöld í plötubúðinni Lucky Records á Rauðarárstíg á milli 20:00 og 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Skrítin birta af plötunni Ali
Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon