Innlent

Snjókoma í borginni - varað við stormi syðst

Gissur Sigurðsson skrifar
Það fór að snjóa og hvessa víða suðvestanlands í nótt og því víða hálka, meðal annars á öllu höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan spáir stormi syðst á landinu fram eftir morgni, með snjókomu, síðan slyddu og rigningu, og að það fari að snjóa víða um land, með vindi upp á 10 til 18 metra á sekúndu.

Spáð er 10 til 15 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu með slyddu þegar líður á morguninn og síðan rigningu. Hálka er á flestum vegum landsins, sumstaðar skafrenningur og sandfok í Hvalnesskriðum fyrir austan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×