Grænfriðungar stöðvuðu ræðu orkumálastjóra um Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2013 18:45 Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri. Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Grænfriðungar, klæddir ísbjarnarbúningum, réðust í dag inn á alþjóðlega olíuráðstefnu í Osló í þann mund sem Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var að hefja erindi um Drekasvæðið. Lögregla beitti valdi til að fjarlægja Grænfriðunguna áður en Guðni gat lokið ræðu sinni á Scandic-hótelinu. Norska Dagbladet lýsti þessu þannig að „ísbirnir" hefðu stormað inn, 30 grænfriðungar hefðu truflað ráðstefnuna. Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri Íslands, sat á fremsta bekk og á skjávarpanum fyrir aftan mótmælendur sést að Ísland var á dagskrá en Guðni var að hefja erindi um Drekasvæðið. Fulltrúar Greenpeace-samtakanna ávörpuðu ráðstefnuna en neituðu síðan að yfirgefa salinn og kröfðust þess að henni yrði slitið.Greenpeace-menn búnir að taka yfir olíuráðstefnuna. Guðni Jóhannesson situr vinstra megin.Myndir/Nick Cobbing, Greenpeace.Guðni segir í samtali við Stöð 2 að þetta hafi gerst nákvæmlega þegar hann var tilbúinn að flytja erindi sitt. Þegar mótmælendur neituðu að fara hafi verið ákveðið að flýta hádegisverðinum og ráðstefnugestir flutt sig yfir á veitingastað „..og létu lögreglulið Oslóarborgar leysa málin”.Greenpeace segist með þessum aðgerðum vilja vekja athygli á því að þrjátíu meðlimir samtakanna hafa setið í varðhaldi í Rússlandi frá því í september eftir að þeir festu sig utan á olíuborpall í Barentshafi en jafnframt beinast mótmælin gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum. „Þessum mótmælum var alls ekki beint sérstaklega gegn Drekasvæðinu enda ekkert á það minnst í þeirra framsetningu. Heldur fyrst og fremst held ég verið komin vegna fangelsunar félaga þeirra í rússneskri lögsögu,” segir Guðni.Menn létu lögreglulið Óslóarborgar leysa málin, segir orkumálastjóri.Lögregla fylgdi mótmælendum úr húsinu án þess að til átaka kæmi. Guðni gat þá loksins flutt erindi sitt um Drekasvæðið og kveðst hafa fengið jákvæð viðbrögð fundarmanna. „Menn sýndu þessu bara töluvert mikinn áhuga og komu nokkrar spurningar á eftir. Menn hafa áhuga á því hvernig aðstaða á Íslandi muni byggjast upp samhliða þessu. Það var spurt töluvert út í það,” segir orkumálastjóri.
Tengdar fréttir Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57 Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15 Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Rússar taka skip Greenpeace Vopnaðir rússneskir strandgæsluliðar réðust í dag um borð í skip Greenpeace-samtakanna, sem var að hringsóla við olíuborpall á vegum Gazprom í suðaustanverðu Barentshafi. 19. september 2013 21:57
Rússar saka Grænfriðunga um sjórán Greenpeace-samtökin segja fráleitt að líkja mótmælum þeirra í Barentshafi við sjórán. 24. september 2013 10:15
Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa. 3. nóvember 2013 13:20