Fimmtungur myndi hætta að keyra Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2013 13:15 Sjálfkeyrandi Nissan Leaf Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Sjálfkeyrandi bílar eru á leiðinni og margir bílaframleiðendur eru þessa dagana að gera tilraunir á þeim. Bendir flest til þess að þeir verði mjög öruggir. Bílavefurinn Autonomous Cars gerði könnun meðal 2.000 ökumanna og spurði þá að því hvort þeir myndu kjósa sjálfkeyrandi bíla ef þeir biðust. Fimmtungur aðspurðra sögðust myndu leggja af akstur og láta þessa nýju tækni um aksturinn. Er það mun hærra hlutfall en búist hafði verið við. Þrír fjórðu aðspurðra sögðust ekki efast um að þeir ækju betur en einhver tölva og að þeir myndu aldrei treysta slíkum búnaði. Tveir þriðju sögðu að heilbrigð skynsemi fólks væri áreiðanlegri en tölvur og því kæmi alls ekki til greina að treysta þeim. Þeir sem aðhylltust sjálfkeyrandi bíla sögðu að þeir myndu nota tímann vel sem sparast með því að láta bíl sinn aka sjálfan og sá tími væri dýrmætur.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent