“Nú er sem betur fer verið að reyna að koma vélunum að flugskýlinu,” segir Vigdís Hauksdóttir, sem þessa stundina er strandaglópur í flugvél frá Keflavíkurflugvelli.
Hún segir flugferðina hafa verið fína þar til um tuttugu mínútur voru eftir. “Þá fór þetta að verða frekar óþægilegt og ég hef bara aldrei lent í ókyrrð eins og þessari áður. Við hefðum lent út í móa ef það hefði verið snjór og hálka á veginum, það er alveg klárt. Þetta var hörð lending, eins og segir í textanum.”
Vigdís var að koma frá Noregi ásamt Jóni Bjarnasyni en þau voru að koma af ársfundi "NEI til EU" í Hamar.
Tilkynning frá IsaviaAllar áætlunarflugvélar sem von var á síðdegis í dag til Keflavíkurflugvallar eru lentar nema FI-205 frá Kaupmannhöfn sem snéri við og hélt til Glasgow. Hún er væntanleg aftur til Keflavíkur kl. 21:15 í kvöld. Vegna vinds hefur ekki enn verið hægt að setja afgreiðslutæki upp að flugvélunum sem lagt var á Háaleitishlaði hjá gömlu flugstöðinni og hafa farþegar beðið um borð þar til veðurmörk gera afgreiðslu mögulega.
