Innlent

Einbýlishús brann til kaldra kola

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þegar slökkvilið Snæfellsbæjar kom á vettvang var húsið alelda. Eldsupptök eru ókunn.
Þegar slökkvilið Snæfellsbæjar kom á vettvang var húsið alelda. Eldsupptök eru ókunn. mynd/Þröstur Albertsson
Einbýlishús brann til kaldra kola um klukkan sex í nótt við Ólafsbraut í Ólafsvík. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Þegar slökkvilið Snæfellsbæjar kom á vettvang var húsið alelda. Eldsupptök eru ókunn.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í gömlum skála í Bláfjöllum um klukkan 22 í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var skálinn brunninn til kaldra kola. Skálinn hefur ekki verið í notkun og var án rafmagns. Ekki liggur fyrir hvað olli eldinum.

Frá slökkvistarfi í Ólafsvík.mynd/Þröstur Albertsson
Húsið í morgun eftir að eldurinn hafði verið slökktur.mynd/Þröstur Albertsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×