Innlent

Leiðindaveður í dag og á morgun

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Búist er við rigningu og roki eftir hádegið í dag.
Búist er við rigningu og roki eftir hádegið í dag. mynd/Stefán Karlsson
Búist er við leiðindaveðri á landinu öllu í dag. Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að von sé á snjókomu og slyddu núna fyrir hádegið á suðvestulandi og það muni snjóa víða inn til landsins.

Á Suðvesturlandi fer fljótlega í rigningu, líklega um hádegið. Vindur færist í aukana á Suðvesturlandi og einnig á Norður- og Austurlandi. Á Suðvesturlandi mun vindurinn ganga niður í kvöld og einnig mun draga úr úrkomunni.Von er á leiðindaveðri á morgun, suðvestanstormi og hvassviðri og rigningu á Suðvesturhorninu.



Færð á landinu

Vestir verða að mestu greiðfæriri um sunnanvert landið, allt frá Faxaflóa austur fyrir Djúpavog. Þó eru hálkublettir á fáeinum vegum, til dæmis á Mosfellsheiði og á kafla vestan Kirkjubæjarklausturs.

Hálka eða hálkublettir eru nú víða á vegum á Vesturlandi. Óveður er undir Hafnarfjalli.

Það er er einnig hálka eða hálkublettir allvíða á Vestfjörðum, einkum á heiðum og hálsum. Þoka er einnig á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi vestra  eru hálkublettir mjög víða en hálka á Þverárfjalli, í Langadal og á Vatnsskarði.

Norðaustanlands er hálka á flestum vegum en þæfingsfærð á Dettifossvegi.

Á  Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en að mestu autt með ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×