„Líkt og einræði í Norður-Kóreu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2013 19:57 Margeir Vilhjálmsson. Mynd/Arnþór Margeir Vilhjálmsson, sem tapaði nýverið fyrir Hauki Erni Birgissyni í formannskjöri GSÍ, hefur lagt fram kæru vegna niðurstöðu kosningarinnar. Marger er ósáttur við þau vinnubrögð skipaðrar kjörnefndar GSÍ sem ákvað að mæla með Hauki Erni, mótframbjóðenda Margeirs. „[Nefndin] kaus að sniðganga framboð mitt með öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Margeirs sem má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni. Margeir segir enn fremur að hann hafi fengið lítinn tíma til að kynna sín stefnumál. „Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir.“Yfirlýsingin í heild sinni: „Í framhaldi af framboði mínu til embættis forseta GSÍ hef ég ákveðið vegna fjölda áskorana að leggja fram kæru vegna kosningarinnar og fá hana dæmda ógilda. Ég hef ráðið lögmenn til verksins. Ég tilkynnti framboð mitt opinberlega og til GSÍ með tveggja vikna fyrirvara. GSÍ sendi samkvæmt beiðni minni tilkynningu um framboðið til aðildarklúbba sambandsins. Á þinginu var kosin kjörnefnd. Nefndin sem skipuð var Inga Þór Hermannssyni GO, Garðari Eyland GR og Elsu Valgeirsdóttur GV, kaus að sniðganga framboð mitt með öllu og mæla svo með samdóma eins og það var kallað mótframbjóðanda mínum. Stjórn GSÍ valdi í kjörnefndina en þar átti mótframbjóðandi minn sæti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir. Lýðræðið var þarna fótum troðið að mati góðra manna og sjálfsagt að láta á það reyna hvort hér á landi búi íþróttahreyfingin við lýðræði eða einræði að Norður Kóreskum hætti. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson“ Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson, sem tapaði nýverið fyrir Hauki Erni Birgissyni í formannskjöri GSÍ, hefur lagt fram kæru vegna niðurstöðu kosningarinnar. Marger er ósáttur við þau vinnubrögð skipaðrar kjörnefndar GSÍ sem ákvað að mæla með Hauki Erni, mótframbjóðenda Margeirs. „[Nefndin] kaus að sniðganga framboð mitt með öllu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Margeirs sem má lesa í heild sinni hér neðst í fréttinni. Margeir segir enn fremur að hann hafi fengið lítinn tíma til að kynna sín stefnumál. „Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir.“Yfirlýsingin í heild sinni: „Í framhaldi af framboði mínu til embættis forseta GSÍ hef ég ákveðið vegna fjölda áskorana að leggja fram kæru vegna kosningarinnar og fá hana dæmda ógilda. Ég hef ráðið lögmenn til verksins. Ég tilkynnti framboð mitt opinberlega og til GSÍ með tveggja vikna fyrirvara. GSÍ sendi samkvæmt beiðni minni tilkynningu um framboðið til aðildarklúbba sambandsins. Á þinginu var kosin kjörnefnd. Nefndin sem skipuð var Inga Þór Hermannssyni GO, Garðari Eyland GR og Elsu Valgeirsdóttur GV, kaus að sniðganga framboð mitt með öllu og mæla svo með samdóma eins og það var kallað mótframbjóðanda mínum. Stjórn GSÍ valdi í kjörnefndina en þar átti mótframbjóðandi minn sæti. Það var ekki fyrr en rétt fyrir kosningu sem ég fékk tíma - 5 mínútur- til að kynna þinginu málefnin sem ég stæði fyrir. Lýðræðið var þarna fótum troðið að mati góðra manna og sjálfsagt að láta á það reyna hvort hér á landi búi íþróttahreyfingin við lýðræði eða einræði að Norður Kóreskum hætti. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson“
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira