Tungufljót komið til Fiská Karl Lúðvíksson skrifar 23. nóvember 2013 15:00 Ein vinsælasta sjóbirtingsá landsins, Tungufljót í Skaftafellssýslu, var boðin út í haust og nú hefur verið samið við nýjan leigutaka. Nýji leigutakinn er Fiská ehf sem er í eigu Einars Lúðvíkssonar en hann hefur einnig á sínum snærum Eystri Rangá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Miðá í Dölum. Samið var til fjögurra ára og leiguverðið er 6.7 milljónir á ári. Það hefur alltaf verið mikil eftirspurn eftir leyfum í Tungufljót og það verður líklega ekki mikil breyting þar á þrátt fyrir að áin skipti um hendur enda margir veiðimenn sem hafa stundað ána í áratugi og hætta því ekkert í bráð. Allra hörðustu veiðimennirnir eru þegar farnir að telja niður dagana í vorveiðina sem hefst að venju 1. apríl en þessa dagana eru menn að skoða framboð og bóka næsta sumar. Eftir frábært sumar gengur veiðileyfasala mun betur en eftir sumarið 2012 og sérstaklega munar um erlendu veiðimennina sem virðast vera að koma aftur. Stangveiði Mest lesið Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði
Ein vinsælasta sjóbirtingsá landsins, Tungufljót í Skaftafellssýslu, var boðin út í haust og nú hefur verið samið við nýjan leigutaka. Nýji leigutakinn er Fiská ehf sem er í eigu Einars Lúðvíkssonar en hann hefur einnig á sínum snærum Eystri Rangá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Miðá í Dölum. Samið var til fjögurra ára og leiguverðið er 6.7 milljónir á ári. Það hefur alltaf verið mikil eftirspurn eftir leyfum í Tungufljót og það verður líklega ekki mikil breyting þar á þrátt fyrir að áin skipti um hendur enda margir veiðimenn sem hafa stundað ána í áratugi og hætta því ekkert í bráð. Allra hörðustu veiðimennirnir eru þegar farnir að telja niður dagana í vorveiðina sem hefst að venju 1. apríl en þessa dagana eru menn að skoða framboð og bóka næsta sumar. Eftir frábært sumar gengur veiðileyfasala mun betur en eftir sumarið 2012 og sérstaklega munar um erlendu veiðimennina sem virðast vera að koma aftur.
Stangveiði Mest lesið Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði SVFR áfram með Norðurá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Veiði Hamrar við Hvítá í sölu hjá Fishpartners Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Hreggnasi áfram með Laxá í Kjós Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði