McIlroy á erfitt val fyrir höndum 21. nóvember 2013 16:30 McDowell í búningi Íra á HM sem stendur nú yfir. AP/Getty Kylfingarnir Rory McIlroy og Graeme McDowell segjast vera í vanda staddir þegar kemur að því að velja landslið til að keppa fyrir. Þeir vilja helst að alþjóða Ólympíunefndin velji fyrir þá. Báðir eru þeir Norður-Írar en Norður-Írar geta keppt fyrir bæði Írland og Bretland. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum árið 2016. "Þetta er mjög viðkvæmt mál bæði af pólitískum og trúarlegum ástæðum. Við Rory höfum ekki notið þess að þurfa að svara fyrir þessi mál. Það er erfitt að velja lið því sama hvert valið er þá munum við alltaf móðga einhvern," sagði McDowell. Hann mun reyndar sjálfur spila fyrir Írland á Ólympíuleikunum enda er hann að keppa fyrir þjóðina á HM núna. Ef hann vill keppa fyrir Bretland þá þurfa að líða þrjú ár frá því hann keppti fyrir Írland. Hann þarf því ekki að taka ákvörðun að þessu sinni en gæti þurft að gera það síðar og hann vill síður gera það. "Þar sem ég hef áður keppt fyrir Írland er ekkert óeðlilegt að ég sé að keppa fyrir þá núna. Ég þarf því ekki að velja á milli samkvæmt reglunum og það er léttir." McIlroy hefur ekki enn tekið ákvörðun og spurning hvort alþjóða Ólympíunefndin taki málið fyrir svo hann þurfi ekki að taka ákvörðun sjálfur. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingarnir Rory McIlroy og Graeme McDowell segjast vera í vanda staddir þegar kemur að því að velja landslið til að keppa fyrir. Þeir vilja helst að alþjóða Ólympíunefndin velji fyrir þá. Báðir eru þeir Norður-Írar en Norður-Írar geta keppt fyrir bæði Írland og Bretland. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum árið 2016. "Þetta er mjög viðkvæmt mál bæði af pólitískum og trúarlegum ástæðum. Við Rory höfum ekki notið þess að þurfa að svara fyrir þessi mál. Það er erfitt að velja lið því sama hvert valið er þá munum við alltaf móðga einhvern," sagði McDowell. Hann mun reyndar sjálfur spila fyrir Írland á Ólympíuleikunum enda er hann að keppa fyrir þjóðina á HM núna. Ef hann vill keppa fyrir Bretland þá þurfa að líða þrjú ár frá því hann keppti fyrir Írland. Hann þarf því ekki að taka ákvörðun að þessu sinni en gæti þurft að gera það síðar og hann vill síður gera það. "Þar sem ég hef áður keppt fyrir Írland er ekkert óeðlilegt að ég sé að keppa fyrir þá núna. Ég þarf því ekki að velja á milli samkvæmt reglunum og það er léttir." McIlroy hefur ekki enn tekið ákvörðun og spurning hvort alþjóða Ólympíunefndin taki málið fyrir svo hann þurfi ekki að taka ákvörðun sjálfur.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira