Honda loks með forþjöppuvélar Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 14:15 Honda Civic Type-R fær 300 hestafla 2,0 lítra vél. Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent