Abbey Road kveikti neistann Ómar Úlfur skrifar 20. nóvember 2013 10:08 Rúnar Þórisson hefur sent frá sér sólóplötuna Sérhver vá. Rúnar Þórisson gítarleikari í Grafík hefur sent frá sér sína þriðju sólóplötu. Platan heitir Sérhver vá og mætti kappinn til að ræða gripinn og ferilinn í miðdegisþáttinn Ómar á X-977. Hljómsveitin Grafík sendi frá sér sína fyrstu plötu 1981 og vakti strax mikla athygli. Rúnar segir að það trufli sig ekki að vera alltaf tengdur við sveitina og segir hógvær að Grafík hafi verið ágætis band. Rúnar segir að þeir félagar, hann og Rafn Jónsson trommari hafi verið undir áhrifum frá hljómsveitum eins og The Cure, Ultravox og Simple Minds þegar að Grafík var stofnuð. Þeir hlustuðu mikið á plötur á þessum tíma og minnist Rúnar þess að þeir hafi eitt sinn misst af balli vegna þess hversu niðursokknir þeir voru í ákveðna plötu. Ungt fólk er ennþá að sækja í Grafík efnið og er Rúnar stoltur af þeirri staðreynd. Aukinn áhugi á tónlist níunda áratugarins og heimildarmyndin um sveitina hafi aukið áhugann. Rúnar er klassískt menntaður gítarleikari og rokkið hefur bankað uppá að nýju. Rúnar segir að þörfin fyrir að skapa sé alltaf til staðar og allt ferlið við plötugerð sé sérlega ánægjulegt. Fyrsta sólóplata Rúnars kom út 2005 og var það vinnan við seinustu sólóplötu Rabba í hinu sögufræga Abbey Road Stúdios sem að kveikti neistann. Rúnar telur að Grafík stimpillinn hjálpi honum frekar en hitt. Hann hafi vísvitandi fjarlægt sig Grafík á fyrri sólóplötum en nú hafi hann bara spilað það sem að andinn blés honum í brjóst. Þessvegna sé Sérhver vá kannski Grafíklegri en fyrri verk. Rúnar þarf ekki að leita lengi að samstarfsfólki en dætur hans Margrét og Rúna syngja lög á plötunni. Tengdasonur Rúnars, Arnar Gíslason úr Dr. Spock og fleiri sveitum lemur húðirnar og Guðni Finnsson lemur bassann. Rúnar segir að það væri afrek að klúðra plötu með svona mannskap innanborðs. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Kempur teknar inn í Frægðarhöllina Harmageddon Högni í Hjaltalín: Fimm bestu Nu Metal-smellirnir Harmageddon
Rúnar Þórisson gítarleikari í Grafík hefur sent frá sér sína þriðju sólóplötu. Platan heitir Sérhver vá og mætti kappinn til að ræða gripinn og ferilinn í miðdegisþáttinn Ómar á X-977. Hljómsveitin Grafík sendi frá sér sína fyrstu plötu 1981 og vakti strax mikla athygli. Rúnar segir að það trufli sig ekki að vera alltaf tengdur við sveitina og segir hógvær að Grafík hafi verið ágætis band. Rúnar segir að þeir félagar, hann og Rafn Jónsson trommari hafi verið undir áhrifum frá hljómsveitum eins og The Cure, Ultravox og Simple Minds þegar að Grafík var stofnuð. Þeir hlustuðu mikið á plötur á þessum tíma og minnist Rúnar þess að þeir hafi eitt sinn misst af balli vegna þess hversu niðursokknir þeir voru í ákveðna plötu. Ungt fólk er ennþá að sækja í Grafík efnið og er Rúnar stoltur af þeirri staðreynd. Aukinn áhugi á tónlist níunda áratugarins og heimildarmyndin um sveitina hafi aukið áhugann. Rúnar er klassískt menntaður gítarleikari og rokkið hefur bankað uppá að nýju. Rúnar segir að þörfin fyrir að skapa sé alltaf til staðar og allt ferlið við plötugerð sé sérlega ánægjulegt. Fyrsta sólóplata Rúnars kom út 2005 og var það vinnan við seinustu sólóplötu Rabba í hinu sögufræga Abbey Road Stúdios sem að kveikti neistann. Rúnar telur að Grafík stimpillinn hjálpi honum frekar en hitt. Hann hafi vísvitandi fjarlægt sig Grafík á fyrri sólóplötum en nú hafi hann bara spilað það sem að andinn blés honum í brjóst. Þessvegna sé Sérhver vá kannski Grafíklegri en fyrri verk. Rúnar þarf ekki að leita lengi að samstarfsfólki en dætur hans Margrét og Rúna syngja lög á plötunni. Tengdasonur Rúnars, Arnar Gíslason úr Dr. Spock og fleiri sveitum lemur húðirnar og Guðni Finnsson lemur bassann. Rúnar segir að það væri afrek að klúðra plötu með svona mannskap innanborðs. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Mumford And Sons hættir? Harmageddon Lou Bega eða Lou Reed? Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Segir Jóhönnu þurfa að iðrast og snúa frá villu síns vegar Harmageddon Björn Jón Bragason kvartaði ekki yfir Secret Solstice Harmageddon Kempur teknar inn í Frægðarhöllina Harmageddon Högni í Hjaltalín: Fimm bestu Nu Metal-smellirnir Harmageddon