Andri Snær: "Bóklestur er líkamsrækt hugans“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 21:51 Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira