Honda hættir framleiðslu Insight Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2013 12:30 Honda Insight Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent
Honda hóf framleiðslu tvinnbílsins Insight í samkeppni við Toyota Prius og setti hann á markað árið 2009. Hann hefur aldrei selst vel og fékk svo til alls staðar dræmar móttökur. Hann var aðeins ódýrari en Prius, en ekki eins rúmgóður og eyðslugrannur. Honda hefur engin plön um að koma fram með 2015 árgerð af bílnum og því eru dagar hans brátt taldir og 2014 árgerðin, sem nú er á markaði verður sú síðasta. Honda hefur náð meiri árangri með tvinnútgáfuna af Civic bílnum, enda mun fallegri bíll. Tvinnbíllinn Honda Civic (Hybrid) seldist í 1.031 eintaki í nóvember í Bandaríkjunum, en aðeins 402 af Honda Insight. Enn einn tvinnbíll Honda er svo Accord Hybrid, en ekki er hægt að segja að neinn þeirra seljist í skipsförmum.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent