Walter hefði betur hlustað á Saul – Nýir þættir um lögmanninn í framleiðslu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 10:33 Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. mynd/365 Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira