Frumkvöðlar í góðum málum Elín Albertsdóttir skrifar 4. desember 2013 14:47 Lóa Pind er að fara í gang með nýjan þátt um frumkvöðla á Stöð 2. Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. Matur Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum.
Matur Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira