Frumkvöðlar í góðum málum Elín Albertsdóttir skrifar 4. desember 2013 14:47 Lóa Pind er að fara í gang með nýjan þátt um frumkvöðla á Stöð 2. Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum. Matur Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir fer með nýjan þátt í loftið mánudaginn 9. desember sem nefnist Eitthvað annað. Þar er rætt við íslenska frumkvöðla sem hafa stigið út fyrir rammann. „Nafnið á þættinum sæki ég í umræðu sem var hér fyrir fáeinum árum og fjallaði um stóriðju eða eitthvað annað, eins og þá var gjarnan nefnt. Í venjulegum fréttum fær maður ekki langan tíma fyrir hverja frétt en nú gefst mér tækifæri til að fara nánar í málið. Þúsundir manna eru að vinna við þetta „eitthvað annað“. Ég legg áherslu á frumkvöðla og skoða hvað hefur mótað þá,“ útskýrir Lóa. „Það eru ekki allir sem þora að stíga út fyrir þægindaramma launþegans til að framkvæma hugmyndir sínar. Þetta fólk er að gera margt nýtt og óþekkt, til dæmis í rafmagnsfræði, fiskiðju, sjávarútvegi, vínframleiðslu, útflutningi á kennsluefni, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars er hópur kominn á veg með rússibana í Kömbunum. Það hefur komið mér á óvart hversu margt er í gangi og að það er góður stuðningur í boði fyrir þetta fólk,“ segir hún enn fremur.Kókakóla í sósunni Það hefur verið nóg að gera hjá Lóu sem segist vera mikið jólabarn. „Skreytingarnar hafa minnkað hjá mér með árunum en ég er íhaldssöm á hefðir og siði í kringum jól. Ég er alltaf með sama jólamatinn. Það væri ekkert aðfangadagskvöld ef ekki væri hamborgarhryggur, eldaður eftir uppskrift sem birtist í Þjóðviljanum árið 1978. Það var Skúli Hansen matreiðslumaður sem gaf þessa uppskrift og ég hef alltaf notað hana. Skúli gaf uppskrift að bestu sósu sem ég hef smakkað en í henni er Kók,“ segir Lóa og gefur hér uppskriftina. „Þegar lyktin af sósunni ilmar um húsið, þá eru jólin komin.“ SYKURHJÚPAÐUR HAMBORGARHRYGGUR M/RAUÐVÍNSSÓSU 1 ½ kg hamborgarhryggur soðinn í potti í eina klst. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið einnig með saxaðan lauk, gulrœtur og 8 korn af heilum pipar. SYKURHJÚPURINN Á HRYGGINN 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvín 1dl Coca-cola. Allt hrært vel saman. Brúnið 150 g af sykri í smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er rauðvínsblandan sett út í. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum. Þannig brúnast sykurinn fallega. RAUÐVÍNSSÓSAN Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbœtt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og pipar. Sósan bökuð upp með smjörbollu: 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrœrt saman. Sett smám saman út í soðið. Bœtið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og afganginum af sykurhjúpnum.
Matur Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning