Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Frosti Logason skrifar 3. desember 2013 16:12 Mynd/Pjetur Rúmum sólarhring eftir einhverja umfangsmestu aðgerð frá upphafi sérsveitar ríkislögreglustjóra er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Í valnum liggur almennur borgari, einstaklingur sem virðist hafa glímt við geðsjúkdóma í áratugi án þess að fá viðunandi og nauðsynlega aðstoð. Það er frekar óhuggnanlegt að sjá hversu auðveldlega stór hluti Íslendinga virðist sætta sig við að almennur borgari falli fyrir hendi lögreglu án þess að hér sé felldur einhver dómur um réttmæti aðgerðarinnar. Margir fagna faglegum vinnubrögðum lögreglu, sem við höfum þó eingöngu eftir lögreglunni sjálfri, en minna fer fyrir gagnrýnum spurningum. Þeir eru þó til sem hafa hætt sér út á ritvöll netheima með nauðsynlegar spurningar sem almennar fréttastofur hafa einhverja hluta vegna látið eiga sig. Á vefsíðu Kvennablaðsins má finna samfélagsrýni sem kemur fram undir nafninu Broddflugan. Þar er að finna áhugaverða grein í dag:Um klukkan sex er maðurinn skotinn til bana. Drepinn. Lýsingar lögreglu á atburðarásinni vekja margar spurningar. Af hverju eru fjölmiðar ekki látnir vita þegar skotbardagi geisar inni í íbúðahverfi? Af hverju fer lögreglan inn í íbúðina aftur þrátt fyrir að maðurinn hafi skotið mörgum skotum út um glugga eftir að gashylkjum var skotið inn? Búið var að rýma húsið, og enginn almennur borgari í návígi, svo þau rök að fólk hafi verið í hættu virðast hæpin. Af hverju var ekki farin sama leið og tíðkast erlendis, að bíða þess að maðurinn gæfist upp? Er eðlilegt að sérsveitin skjóti mann eftir aðeins þriggja klukkustunda umsátur? Hvort eru þetta vélbyssur eða skammbyssur? Ef til vill á þetta allt saman sér einhverjar eðlilegar skýringar. En lögreglan hefur ekki beint verið dugleg við að upplýsa almenning um atburðarásina ef frá er talinn stuttur og innihaldslítill blaðamannafundur klukkan 11:00 í gærmorgun. Þar kom lítið fram sem ekki hafði heyrst áður og gagnrýnar spurningar voru engar. Hvers vegna var ekki kallað á aðila úr geðheilbrigðiskerfinu til þess að reyna að tala um fyrir manninum eða jafnvel á einhvern úr fjölskyldu hans? Hversu mörgum skotum var hleypt af á manninn? Hann var úrskurðaður látinn á Landspítalanum en hvenær lést hann? Þetta eru allt góðar athugasemdir og vangaveltur. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, kemur líka með innlegg í umræðuna á facebook síðu sinni:Morð og manndráp á Íslandi eru fátíð og skotvíg nær óþekkt. Ég minnist þess ekki að nokkurt manndráp hafi fengið minni umfjöllun í fjölmiðlum en skotvíg lögreglunnar í nótt. Jafnvel æsifréttamenn þegja eins og málleysingjahæli.Ef allt væri með felldu ættu allir fjölmiðlar að loga eftir þetta "margboðaða morð", en fyrr eða síðar hlaut að koma að því að hervæðing lögreglunnar endaði með ósköpum. Nei - í stað þess að rekja garnirnar úr ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins eru tekin við þá drottningarviðtöl og fréttin sögð einsog ekkert annað ráð hafi verið til en að skjóta manninn. Það er að sjálfsögðu fjarstæða, enda hafa byssumenn iðulega verið afvopnaðir með hófsamari aðferðum, áratugum saman.Staðreynd málsins er þessi. Í fyrsta skipti í sögu íslenska lýðveldisins hefur almennum borgara verið ráðinn bani af hendi valdstjórnarinnar. Við förum ekki til baka yfir þann þröskuld. Þetta er hörmulegur atburður í alla staði. Vonandi mun rannsókn málsins sýna fram á að ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum ömurlegu endalokum. En þangað til skulum við vera óhrædd að spyrja þeirra spurninga sem eru nauðsynlegar til þess að slík niðurstaða fáist í málið. Við vinnslu þessarar greinar var haft samband við lögreglu sem vildi ekki tjá sig frekar um málið á meðan ríkissaksóknari fer með rannsókn þess. Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Harmageddon
Rúmum sólarhring eftir einhverja umfangsmestu aðgerð frá upphafi sérsveitar ríkislögreglustjóra er enn fjölmörgum spurningum ósvarað. Í valnum liggur almennur borgari, einstaklingur sem virðist hafa glímt við geðsjúkdóma í áratugi án þess að fá viðunandi og nauðsynlega aðstoð. Það er frekar óhuggnanlegt að sjá hversu auðveldlega stór hluti Íslendinga virðist sætta sig við að almennur borgari falli fyrir hendi lögreglu án þess að hér sé felldur einhver dómur um réttmæti aðgerðarinnar. Margir fagna faglegum vinnubrögðum lögreglu, sem við höfum þó eingöngu eftir lögreglunni sjálfri, en minna fer fyrir gagnrýnum spurningum. Þeir eru þó til sem hafa hætt sér út á ritvöll netheima með nauðsynlegar spurningar sem almennar fréttastofur hafa einhverja hluta vegna látið eiga sig. Á vefsíðu Kvennablaðsins má finna samfélagsrýni sem kemur fram undir nafninu Broddflugan. Þar er að finna áhugaverða grein í dag:Um klukkan sex er maðurinn skotinn til bana. Drepinn. Lýsingar lögreglu á atburðarásinni vekja margar spurningar. Af hverju eru fjölmiðar ekki látnir vita þegar skotbardagi geisar inni í íbúðahverfi? Af hverju fer lögreglan inn í íbúðina aftur þrátt fyrir að maðurinn hafi skotið mörgum skotum út um glugga eftir að gashylkjum var skotið inn? Búið var að rýma húsið, og enginn almennur borgari í návígi, svo þau rök að fólk hafi verið í hættu virðast hæpin. Af hverju var ekki farin sama leið og tíðkast erlendis, að bíða þess að maðurinn gæfist upp? Er eðlilegt að sérsveitin skjóti mann eftir aðeins þriggja klukkustunda umsátur? Hvort eru þetta vélbyssur eða skammbyssur? Ef til vill á þetta allt saman sér einhverjar eðlilegar skýringar. En lögreglan hefur ekki beint verið dugleg við að upplýsa almenning um atburðarásina ef frá er talinn stuttur og innihaldslítill blaðamannafundur klukkan 11:00 í gærmorgun. Þar kom lítið fram sem ekki hafði heyrst áður og gagnrýnar spurningar voru engar. Hvers vegna var ekki kallað á aðila úr geðheilbrigðiskerfinu til þess að reyna að tala um fyrir manninum eða jafnvel á einhvern úr fjölskyldu hans? Hversu mörgum skotum var hleypt af á manninn? Hann var úrskurðaður látinn á Landspítalanum en hvenær lést hann? Þetta eru allt góðar athugasemdir og vangaveltur. Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, kemur líka með innlegg í umræðuna á facebook síðu sinni:Morð og manndráp á Íslandi eru fátíð og skotvíg nær óþekkt. Ég minnist þess ekki að nokkurt manndráp hafi fengið minni umfjöllun í fjölmiðlum en skotvíg lögreglunnar í nótt. Jafnvel æsifréttamenn þegja eins og málleysingjahæli.Ef allt væri með felldu ættu allir fjölmiðlar að loga eftir þetta "margboðaða morð", en fyrr eða síðar hlaut að koma að því að hervæðing lögreglunnar endaði með ósköpum. Nei - í stað þess að rekja garnirnar úr ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins eru tekin við þá drottningarviðtöl og fréttin sögð einsog ekkert annað ráð hafi verið til en að skjóta manninn. Það er að sjálfsögðu fjarstæða, enda hafa byssumenn iðulega verið afvopnaðir með hófsamari aðferðum, áratugum saman.Staðreynd málsins er þessi. Í fyrsta skipti í sögu íslenska lýðveldisins hefur almennum borgara verið ráðinn bani af hendi valdstjórnarinnar. Við förum ekki til baka yfir þann þröskuld. Þetta er hörmulegur atburður í alla staði. Vonandi mun rannsókn málsins sýna fram á að ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum ömurlegu endalokum. En þangað til skulum við vera óhrædd að spyrja þeirra spurninga sem eru nauðsynlegar til þess að slík niðurstaða fáist í málið. Við vinnslu þessarar greinar var haft samband við lögreglu sem vildi ekki tjá sig frekar um málið á meðan ríkissaksóknari fer með rannsókn þess.
Harmageddon Mest lesið Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon Segist aldrei hafa fengið stefnuyfirlýsingu Breiviks Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Geta vel hugsað sér að spila á Glastonbury hátíðinni Harmageddon