Saab hóf framleiðslu á ný í gær Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2013 14:15 Saab 9-3 framleiddur í Trollhattan Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Næstum tveimur árum eftir gjaldþrot sænska bílaframleiðandans Saab hófst framleiðsla Saab bíla aftur í gær í verksmiðju Saab í Trollhattan. Þar verður 9-3 bíll Saab framleiddur, en sá bíll var helsti sölubíll Saab áður en fyrirtækið fór í þrot. Nýr eigandi Saab, National Elecric Vehicle Sweden, sem er í eigu aðila frá Hong Kong og Kína, ætlar að byrja með hóflegri framleiðslu bílsins í óbreyttri mynd. Á næsta ári verður svo hefðbundinni brunavél 9-3 skipt út fyrir rafmagnsmótorum. Þannig búinn er bíllinn fyrst ætlaður fyrir kínverskan bílamarkað og gæti hann fengið einhverja útlitsbreytingu að auki. Bílarnir sem framleiddir eru nú verða bæði seldir í Evrópu og Kína og hugsanlega eitthvað seinna í Bandaríkjunum.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent