Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 12:20 Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent