Brúðkaupsbomba árið 2013 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira