Nissan býður Rússum Datsun bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 08:45 Datson Go Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent
Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent