Nýr sportbíll Kia í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 11:30 Þessi mynd af nýja sportbílnum frá Kia sýnir ekki mikið. Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Fyrsti raunverulegi sportbíllinn frá Kia verður kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst snemma í næsta mánuði. Kia cee´d GT er reyndar bíll með sportlega eiginleika, en hann er þó aðeins grimmari útgáfa af hefðbundnum fólksbíl. Þessi nýi sportbíll er með 2+2 sætisfyrirkomulagi og á að búa að mikilli akstursgetu og fimi. Bíllinn verður afturhjóladrifinn og með 1,6 lítra forþjöppudrifna vél. Ef þessi tilraunabíll verður smíðaður er það væntanlega til þess að keppa við Toyota GT86/Subaru BRZ, bíla sem kosta um 25.000 dollara í Bandaríkjunum. Kia hefur ekki sent frá sér mjög gefandi myndir af bílnum, en á meðfylgjandi mynd sjást þó útlínur hans að einhverju leiti.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent