Mercedes Benz hefur vart við eftirspurn Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 15:30 Mercedes Benz S-Class selst eins og heitar lummur þrátt fyrir að kosta skildinginn. Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Svo góð er sala Mercedes Benz bíla að í mörgum af samsetningarverksmiðjum fyrirtækisins hefur þurft að bæta við vöktum undanfarið. Eftirspurn eftir stóra S-Class bílnum er slík að verksmiðjan í Sindelfingen í Þýskalandi er á yfirsnúningi og það sama á við verksmiðjuna í Bremen sem framleiðir GLK jepplinginn og C-Class bílinn. Nýr C-Class bíll verður reyndar kynntur á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði og væntanlega mun eftirspurnin ekki minnka við það. Söluaukning Mercedes í síðasta mánuði sló við bæði BMW og Audi og hefur söluaukning Mercedes á árinu verið 11% og er salan fyrstu 11 mánuðina á pari við heildarsöluna í fyrra. Var sala Mercedes Benz bíla í einum mánuði í fyrsta skipti í langan tíma meiri í nóvember en hjá Audi. Salan á A-Class, B-Class og CLA-Class bílunum er einnig mjög góð en allir eru þeir af tiltölulega nýrri gerð. Markmið Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes Benz, er að Benz bílar verði aftur söluhæstir lúxusbíla í heiminum áður en áratugurinn er liðinn og með þessu áframhaldi er ekki loku fyrir skotið að það muni nást.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent