Olís uppfyllir skilyrði vegna breytinga á lögum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2013 12:30 Eldsneytisstöð Olís í Mjódd. Um næstu áramót taka gildi lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna um að tryggja að hluti af eldsneyti til samgangna verði af endurnýjanlegum uppruna Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Lögin fela í sér þau nýmæli að lögð er sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna (t.d. etanól, metanól, lífdísel/VLO) frá og með árinu 2014. Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%. Lögin gera kröfu um að allt endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á landi verði framleitt með sjálfbærum hætti. ,,Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi kveða á um. Fyrr á árinu kynnti félagið fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Um er að ræða hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti. Nú í lok sumars opnaði félagið metanafgreiðslu í Mjódd. Með þessu hefur Olís verið að stíga fleiri græn skref en félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi,“ segir Jón Ó. Halldórsson framkvæmdastjóri smásölu- og eldsneytissviðs Olís. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Um næstu áramót taka gildi lög nr. 40/2013 um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna um að tryggja að hluti af eldsneyti til samgangna verði af endurnýjanlegum uppruna Markmið laganna er að hrinda af stað markvissum aðgerðum til að stuðla að orkuskiptum í samgöngum með aukinni notkun endurnýjanlegs eldsneytis. Lögin fela í sér þau nýmæli að lögð er sú skylda á söluaðila eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna (t.d. etanól, metanól, lífdísel/VLO) frá og með árinu 2014. Ári síðar hækkar þessi hlutur í 5%. Lögin gera kröfu um að allt endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á landi verði framleitt með sjálfbærum hætti. ,,Olís uppfyllir nú þegar þau skilyrði sem breytingar á lögum um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi kveða á um. Fyrr á árinu kynnti félagið fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu. Um er að ræða hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti. Nú í lok sumars opnaði félagið metanafgreiðslu í Mjódd. Með þessu hefur Olís verið að stíga fleiri græn skref en félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi,“ segir Jón Ó. Halldórsson framkvæmdastjóri smásölu- og eldsneytissviðs Olís.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent