Tíu matartrend ársins 2013 16. desember 2013 20:00 Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst." Fréttir ársins 2013 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst."
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira