Ford með 23 nýja bíla 2014 Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2013 10:32 Ford Mondeo Mikið verður um að vera hjá bílaframleiðandanum Ford á næsta ári, en Ford ætlar að kynna 23 breytta og nýja bíla á því ári. Ford ætlar einnig að fjölga verksmiðjum sínum og starfsfólki og mun störfum t.d. fjölga um 5.000 í Bandaríkjunum einum. Flestar af þessum 23 nýju bílgerðum eru nýjar kynslóðir þekktra bílgerða Ford. Þar á meðal er F-150 pallbíllinn, Ford Edge, Ford Expedition, Lincoln Navigator, Lincoln MKC og Ford Transit. Ford mun kynna marga nýja bíla sína á bílsýningunni í Detroit sem hefst í næsta mánuði. Hinum ágætu EcoBoost vélum Ford mun fjölga um tvær á næsta ári og bætist ný 2,3 lítra vél við og önnur til með óþekkt sprengirými. Ford ætlar að fjölga mjög bílgerðum sem verða með Start/Stop-búnaði og verða um 70% allra Ford bíla þannig búnir við enda næsta árs. Þrjár glænýjar samsetnignaverksmiðjur verða opnaðar hjá Ford á næsta ári, tvær þeirra í Asíu og ein í S-Ameríku. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Mikið verður um að vera hjá bílaframleiðandanum Ford á næsta ári, en Ford ætlar að kynna 23 breytta og nýja bíla á því ári. Ford ætlar einnig að fjölga verksmiðjum sínum og starfsfólki og mun störfum t.d. fjölga um 5.000 í Bandaríkjunum einum. Flestar af þessum 23 nýju bílgerðum eru nýjar kynslóðir þekktra bílgerða Ford. Þar á meðal er F-150 pallbíllinn, Ford Edge, Ford Expedition, Lincoln Navigator, Lincoln MKC og Ford Transit. Ford mun kynna marga nýja bíla sína á bílsýningunni í Detroit sem hefst í næsta mánuði. Hinum ágætu EcoBoost vélum Ford mun fjölga um tvær á næsta ári og bætist ný 2,3 lítra vél við og önnur til með óþekkt sprengirými. Ford ætlar að fjölga mjög bílgerðum sem verða með Start/Stop-búnaði og verða um 70% allra Ford bíla þannig búnir við enda næsta árs. Þrjár glænýjar samsetnignaverksmiðjur verða opnaðar hjá Ford á næsta ári, tvær þeirra í Asíu og ein í S-Ameríku.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent