Gengið frá leigu á Mýrarkvísl Karl Lúðvíksson skrifar 15. desember 2013 11:00 Þær halda áfram að berast fréttirnir af útboðsmálum laxveiðiánna og ekki er útséð ennþá með að öll kurl séu komin til grafar ennþá en óvissa er um áframhald leigumála í nokkrum ám. Svo koma góðar fréttir af leigumálum áa sem margir veiðimenn halda mikið upp á en ein af þeim er Mýrarkvísl. Áin er fjölbreytt og skemmtileg sem gerir hana ákaflega gefandi sem veiðiá, en það var þó ekki nóg til að koma henni út í útboði í fyrra. Núna hefur áin hins vegar ratað í góðar hendur hjá Þeim Jónasi Jónssyni og Mattíasi Þór Hákonarsyni sem meðal annars reka verslanirnar Veiðivörur. Áin er leigð til þriggja ára og það verður eingöngu veitt á flugu. Það er von að nú verði hægt að komast í þessa skemmtilegu á aftur en hún var lokuð í fyrra þegar útboðið gekk ekki eftir sem skildi. Á næstu vikum á svo eftir að skýrast með framhald leigumála í nokkrum ám en fyrr en það skýrist verða engar getgátur settar á prent með útkomu þeirra samninga. Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði
Þær halda áfram að berast fréttirnir af útboðsmálum laxveiðiánna og ekki er útséð ennþá með að öll kurl séu komin til grafar ennþá en óvissa er um áframhald leigumála í nokkrum ám. Svo koma góðar fréttir af leigumálum áa sem margir veiðimenn halda mikið upp á en ein af þeim er Mýrarkvísl. Áin er fjölbreytt og skemmtileg sem gerir hana ákaflega gefandi sem veiðiá, en það var þó ekki nóg til að koma henni út í útboði í fyrra. Núna hefur áin hins vegar ratað í góðar hendur hjá Þeim Jónasi Jónssyni og Mattíasi Þór Hákonarsyni sem meðal annars reka verslanirnar Veiðivörur. Áin er leigð til þriggja ára og það verður eingöngu veitt á flugu. Það er von að nú verði hægt að komast í þessa skemmtilegu á aftur en hún var lokuð í fyrra þegar útboðið gekk ekki eftir sem skildi. Á næstu vikum á svo eftir að skýrast með framhald leigumála í nokkrum ám en fyrr en það skýrist verða engar getgátur settar á prent með útkomu þeirra samninga.
Stangveiði Mest lesið Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði 9 ára með fallegan flugulax í Hítará Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði 18 dagar hugsaðir til rjúpnaveiða Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði